23/10/2013

Lokun golfvalla Keilis

Lokun golfvalla Keilis

Nú fer að líða að lokun golfvalla Keilis inn á sumarflatir. Frá og með deginum í dag, 23. október loka fyrri 9 holurnar (Hraunið) þetta árið og búast má við að seinni 9 holurnar verði færðar inn á vetrarflatir og teiga á næstu dögum. Sveinskotsvöllur verður opinn inn á sumarflatir eitthvað áfram.

Völlurinn opnaði eftir erfitt vor þann 10. maí sem skilaði okkur 166 golfdögum og verður að segja að fallegt veður í október hafi fært kylfingum kærkomna góðviðrisdaga undir lok tímabilsins eftir frekar blautt og kalt sumar.

Vallarstarfsmenn Keilis þakka kylfingum fyrir sumarið og hlökkum til þess næsta!

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag