23/06/2016

Meistaramót 2016

Meistaramót 2016

Nú fer senn að líða að stærsta móti ársins hjá okkur. Meistaramót Keilis hefst í byrjun júlí. Núna er undirbúningur í fullum gangi og við viljum biðja alla þá sem eru með bikara (farandbikara) frá meistaramótinu 2015 að koma þeim á skrifstofu Keilis sem allra fyrst.
Einnig viljum við minna á að við skráningu þarf að greiða mótsgjald, þetta er gert til að minnka álag á golfverslun sem verður gífurlegt þessa daga. Við getum því miður ekki komið með áætlun um rástíma alveg strax en nokkrar  breytingar hafa verið gerðar á Meistaramóti Keilis 2016. Stjórn Keilis hefur ákveðið að gera smávægilegar breytingar á fyrirkomulagi Meistaramóts Keilis 2016. Stærstu breytingarnar lúta aðalllega að elstu flokkunum. Enn í stað tveggja flokka 55+ og 70+, verður aðeins keppt í einum flokki 60 ára og eldri. Þar verður keppt í höggleik og í punktakeppni með forgjöf. Leikdagar verða hjá þeim flokki frá sunnudegi til þriðjudags alls 54 holur. Þá verður 3. flokkur kvenna leikinn yfir 4 daga eða 72 holur, og byrjar sá flokkur á miðvikudegi og leikur til laugardags. Einnig mun 3. flokkur karla leika frá miðvikudegi til laugardags. Skráning er hafinn á golf.is. Meistaramótið hefst 03. júlí og lýkur 09. júlí og við hvetjum alla félagsmenn Keilis að taka þátt í skemmtilegasta móti ársins.

Screen Shot 2016-06-16 at 17.17.33

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 14/05/2025
    Kynning á kvennastarfi Keilis
  • 10/05/2025
    Sumarið er komið
  • 09/05/2025
    Breytingar á vallarmörkum við 1. braut
  • 09/05/2025
    Nú byrjar ballið á Hvaleyrarvelli
  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025