08/07/2018

Meistaramót Keilis 2018 hafið

Meistaramót Keilis 2018 hafið

Það voru vaskir kylfingar sem hófu leik snemma í morgun í Meistaramóti Keilis 2018. Það var 4. flokkur karla sem hóf leik og kom það í hlut Rúnars Márs Bragasonar að slá fyrsta höggið í þetta skiptið. Formaður Keilis Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir kom og heilsaði uppá fyrsta ráshópinn og setti mótið. Alls eru um 270 kylfingar skráðir til leiks í ár. Enn er hægt að komast í flokkana sem byrja á miðvikudaginn með að hafa samband við golfverslun og skrá sig þar. Við óskum öllum góðs gengis og góðrar skemmtunar.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum