Meistaramót Keilis hófst kl 07 í morgun í blíðskapar veðri og voru það Þorbjörn Trausti Njálsson og Jón Viðar Magnússon úr 4. flokki karla sem hófu leik í ár, Guðbjörg Erna formaður fylgdi fyrsta hollinu út. Alls eru yfir 340 kylfingar skráðir í mótið.

Við óskum öllum góðrar skemmtunar.