06/07/2014

Meistaramótið 2014 hafið

Meistaramótið 2014 hafið

Meistaramót Keilis 2014 er hafið. Arnar Atlason formaður Golfklúbbsins Keilis setti mótið í morgun kl.06:30 í ágætis veðri. Meistaramót Keilis er stærsta mót sumarsins og í ár eru 340 Keilisfélagar skráðir í mótið í öllum flokkum sem eru samtals 22. Meistaramótið byrjar þann 06. júlí og mun það taka enda þann 12. júlí.  Allir starfsmenn Keilis eru búnir að hafa nóg að gera undanfarið til að undirbúa mótið og völlurinn lítur mjög vel út. Í fyrsta ráshóp í morgun voru þær Thelma Björg Jónsdóttir og Íris Lorange Káradóttir en þær spila í stelpuflokki 14. ára og yngri. Það er okkar von að þessi vika verði skemmtilegasta vika sumarsins og vonandi fáum við veðrið í lið með okkur. Þessa vikuna verða  krýndir klúbbmeistarar í öllum flokkum karla, kvenna og barna. Golfklúbburinn Keilir óskum öllum keppendum góðs gengis þessa vikuna.

IMG_1364

Arnar Atlason setur meistaramótið 2014

IMG_1367
Íris Lorange Káradóttir

IMG_1368
Thelma Björt Jónsdóttir

IMG_1365
Balli að ræsa stelpurnar

IMG_1363
Nýja púttgrínið við 1. teig lítur vel út

IMG_1369
       Vallarstarfsmenn út um allan völl

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/01/2026
    Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot
  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla