07/07/2013

Meistaramótið hafið

Meistaramótið hafið

Það var eldsnemma í morgun eða klukkan 06:30 sem fyrsti ráshópur hélt af stað í Meistarmót Keilis 2013. Það voru þeir Þór Breki Davíðsson og Daníel Ísak Steinarsson sem hófu mótið, enn Daníel tók fyrsta höggið í mótinu í ár. Bergsteinn Hjörleifsson formaður Keilis setti mótið formlega og eru 350 kylfingar skráðir til leiks. Enn í fyrra luku 357 kylfingar leik í Meistaramóti Keilis. Veðurspáin er fín fyrir vikuna og verður hörku keppni einsog ávallt í öllum flokkum. Við óskum öllum keppendum góðs gengis. Á myndinni eru Þór og Daníel sem fóru í fyrsta ráshóp ásamt Bergsteini formanni Keilis, Guðmundi Haraldssyni formanni mótsnefndar og yfirdómara Keilis Herði Geirssyni. Í Hraunkoti verður boðið uppá grasdaga alla keppnisdagana. Við hvetjum alla kylfinga til að koma og hita upp fyrir hringinn á grasi.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum