17/01/2019

Nýtt starfsfólk á vellinum

Nýtt starfsfólk á vellinum

Nú á dögunum var skrifað undir ráðningarsamning við tvo heilsárstarfsmenn á vellinum. Munu þeir starfa undir Guðbjarti Ísak yfirvallarstjóra Keilis. Mikið ár er framundan hjá starfsfólki Keilis við framkvæmdir á 16. brautinni og mun reynsla þessara kappa koma mjög sterkt inn hjá golfvallarteyminu okkar og nýtast vel.

Rúnar Geir Gunnarsson skrifaði undir ráðningarsamning við Keili á dögunum. Starfsheiti Rúnar er aðstoðarvallarstjóri Hvaleyrarvallar. Rúnar er gífurlega reynslumikill golfvallarstarfsmaður. Enn hann starfaði áður meðal annars sem vallarstjóri hjá Nesklúbbnum.

Haukur Jónsson skrifaði undir samning einnig á dögunum og mun Haukur starfa sem vallarstjóri Hvaleyrarvallar. Haukur er vel kunnugur Hvaleyrarvelli enn hann starfaði um árabil hjá Keili. Eftir dvölina á Hvaleyrarvelli starfaði Haukur sem Vallarstjóri hjá Golfklúbbi Borgarnes og Nesklúbbnum við góðan mjög orðstír.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði