29/06/2015

Opna Heimsferðamótið

Opna Heimsferðamótið

Þann 27.júní var haldið svakaleg golfveisla á vegum Golfdeildar Heimsferða á Hvaleyravelli. Á golfdaginn mættu um 400 manns í blíðskapa veðri og tóku þátt ýmiskonar keppni einsog vippkeppni, Snag golf og púttkeppni. Einnig var boðið uppá frían golfhring á Sveinskotsvelli sem er hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í íþróttinni

Samhliða fjölskyldudeginum var haldið opið golfmót á Hvaleyravelli þar sem keppnisfyrirkomulag var punktakeppni.

Um kvöldið var heljarinnar tapas veisla af Spænskum sið í golfskála Keilis, fjöldi fólks dreif að og var golfskálinn troðufullur af fólki. Enda til mikils að vinna og snæða.

Hér eru írslit úr mótinu:

Án forgjafar

1.sæti Þórdís Geirsdóttir á 75 höggum

Punktar með forgjöf

1.sæti  Birna Ágústsdóttir 40 punktar
2.sæti  Hálfdan Kristjánssón 38 punktar
3.sæti  Dóra Ingólfsdóttir 38 punktar
4.sæti Mattíhas Waage 37 punktar
5.sæti  Bjarki Geir Logason 37 punktar.
6.sæti Hafþór Kristjánsson 37 punktar.

Þeir sem tóku þátt í Golfdeginum á Sveinskotsvelli fóru í pott og áttu möguleika að vinna glæsilega ferðavinninga og einnig gjafabréf frá Fjarðakaup. Þeir sem voru dregnir úr pottinum voru:

Vippkeppnin – Hafdís Erla Bogadóttir

Púttkeppnin – Markús Sveinn Markússon

Snagkeppnin- Róbert 11ára, svo fengu þau Sturla og Halla Salvör snag sett fyrir 7 ára.

Sveinskotsöllur- Sigrún Ragnarsdóttir

Voru þrír dregnir aukalega úr öllum hópnum og hlutu þau gjafakörfu frá Fjarðakaupum þau Ámundi Sigmundsson, Bjarni Þór Gunnlaugsson og Björgvin Sigurðsson.

Voru fjölmargir dregnir út úr pottinum í lok verðlauna afhendingu og var það Eyjólfur Kristjánsson sem tók risavinninginn sem var að andvirði 180.000

Á öllum par 3 holum vallarins voru veitt nándarverðlaun.

4. hola- Ólafur Ingólfsson
6.hola- Birna Ágústsdóttir
10.hola- Bjarki Geir Logason
16. hola- Anna Jódís Sigurbergsdóttir

Þetta var stórglæsilegt mót hjá Heimsferðum og mjög vel heppnað mót í alla staði. Voru allir þáttakendur gífurlega ánægðir og fóru nánast allir með eitthvað heim.

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 14/05/2025
    Kynning á kvennastarfi Keilis
  • 10/05/2025
    Sumarið er komið
  • 09/05/2025
    Breytingar á vallarmörkum við 1. braut
  • 09/05/2025
    Nú byrjar ballið á Hvaleyrarvelli
  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025