23/06/2013

Opna Subway

Opna Subway

Næstkomandi Laugardag er opna Subway mótið haldið á Hvaleyrarvelli. Þetta verður glæsilegt mót með flottum verðlaunum. Hvaleyrarvöllur skartar sínu fegursta þessa dagana og hefur ekki verið svona græn og fagur í mörg ár og er ástand vallarins mjög gott. Allir þátttakendur fá teiggjöf frá Subway og síðan verða veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni og einnig besta skor í höggleik. Nándarverðlaun verða á öllum par 3 brautum vallarins og síðan fyrir lengsta teighögg á 13. Braut og að lokum fyrir næst holu á 9. Braut í 2 höggum. Fyrir punktakeppni og besta skor í höggleik eru gjafabréf frá Úrval Útsýn. Við vonumst til að sjá sem flesta kylfinga á Laugardaginn og höfum sent inn ósk um gott veður:) Allar nánari upplýsingar og skráning hér.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 27/07/2025
    Úrslit úr Opna 66° Norður
  • 26/07/2025
    Kvennalið Keilis Íslandsmeistari
  • 24/07/2025
    Opnanir og lokanir á næstunni vegna Íslandsmótsins í golfi
  • 21/07/2025
    Okkur vantar ykkar hjálp
  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin