21/05/2012

Opnun yfir páskana

Opnun yfir páskana

Yfir páskahelgina verður fært inná flatir á Sveinskotsvelli og völlurinn færður uppí fulla lengd. Seinni níu holurnar á Hvaleyrinni verða áfram lokaðar. Enn er talsvert af kylfuförum á seinni níu holunum á Hvaleyrinni eftir síðasta tímabil og hefur því verið ákveðið að hvíla hann lengur til að leyfa sárunum að loka sér. Völlurinn er að koma vel undan vetri og það góðum snjóalögum að þakka í vetur, með áframhaldandi hlýindum er það fyrirséð að golfvellirnir okkar opni fyrr enn síðustu ár. Enn er verið að vinna í vökvunarkerfi á sjöundu braut og er ráðgert að þær framkvæmdir klárist um miðjan apríl. Einnig er ráðgert að ráðast í endurbætur á nokkrum glompum þá á 14,17 og 11 holu.

Vallarstjóri

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag
  • 16/09/2025
    Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis