08/03/2021

Sérreglur vegna golfleiks á Sveinskotsvelli í vetur

Sérreglur vegna golfleiks á Sveinskotsvelli í vetur

Þar sem við erum kominn inní veturinn og gras hætt að vaxa þá ætlum við að hafa ófrávíkjanlegar sérreglur þangað til vellirnir opna:

Golfbílar og þríhjól eru bönnuð.

Mottuskylda er á brautum og á par 3 holum. Þ.a.s kylfingar verða að nota sértilgerðar mottur undir boltann til að slá af á brautum og af teig eða færa boltann útí röff. Mottur eru við stand á 1. teig á Sveinskotsvelli. Skila þarf mottunum aftur á sama stað eftir notkun.

Þar sem völlurinn er mjög hogginn eftir sumarið þá teljum við það nauðsynlegt að setja á mottuskyldu þannig að flestir geti notið þess að leika golf. Og þannig mun Sveinskotsvöllur ekki hafa tjón af vegna golfleiks yfir þennan viðkvæma tíma.

Það er von okkar að skilningur sé hjá félagsmönnum  á aðstæðum og þannig getum við notið þess að leika golf allan veturinn.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis