25/06/2012

Signý Íslandsmeistari kvenna í holukeppni

Signý Íslandsmeistari kvenna í holukeppni

Haraldur Franklín Magnús úr GR og Signý Arnórsdóttir úr Keili eru Íslandsmeistarar í holukeppni en mótinu lauk í dag á Leirdalsvelli. Haraldur Franklín hafði betur gegn Hlyni Geir Hjartarsyni úr GOS í spennandi úrslitaleik þar sem úrslitin réðust á 18. holu. Leikurinn lyktaði með 2&0 sigri Haraldar en talsverða sviptingar voru í leiknum og aðeins fjórar holur af 18 féllu.

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG varð í þriðja sæti eftir 3&1 sigur gegn Rúnari Arnórssyni GK um þriðja sætið. Leikur þeirra lauk á 17. holu með 2&1 sigri Birgis sem hefur þar með verið í verðlaunasæti í báðum þeim mótum sem hann hefur leikið í á mótaröðinni í sumar.

Í kvennaflokki var það Signý Arnórsdóttir úr Keili sem bar sigur úr býtum. Hún hafði betur gegn Önnu Sólveigu Snorradóttur úr Keili 2&1. Í leiknum um þriðja sætið var það Ingunn Gunnarsdóttir úr GKG hafði betur en hún lagði Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili 3&1.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag