Vandamál hafa verið á innheimtukerfinu Nóra síðustu daga. Ekki hefur verið hægt að skipta greiðslum á kortum. Nú er búið að koma í veg fyrir vandamálið. Og því ekkert til fyrirstöðu enn að ganga frá greiðslum. Við minnum á að íþróttastyrkurinn frá Hafnarfjarðarbæ byrjar að skerðast eftir 7. nóvember, því er nauðsynlegt að hafa hraðar hendur ef á að nýta hann til fullnustu.

Sjá æfingatíma á heimasíðu hér.  Hóparnir eru aldursskiptir eins og sést á töflunni. Skráning hefst Fimmtudaginn 30. október. Aðstandandi þarf að skrá iðkanda hjá Keili í gegnum heimagátt Hafnarfjarðarbæjar. Þaðan er farið inn á síðu Keilis og iðkandi skráður í þann æfingahóp sem við á.  Aðstandandi greiðir einungis mismuninn á niðurgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar og æfingagjaldsins. Lykilatriði er að aðstandandi er ábyrgur fyrir því að skrá iðkandann fyrir 7. nóvember.  Niðurgreiðsla frá Hafnarfjarðarbæ minnkar ef skráning fer fram eftir tiltekinn tíma.  Upplýsingar verða sendar frá Keili á þau netföng sem eru skráð í kerfinu.