25/08/2013

Stelpurnar tvöfaldir Íslandsmeistarar

Stelpurnar tvöfaldir Íslandsmeistarar

Rétt í þessu voru Keilisstelpurnar að tryggja okkur Íslandsmeistaratitla í aldursflokkunum 16-18 ára og 15 ára og yngri í Sveitakeppni GSÍ. Það þurfti þrefaldan bráðabana til að ná fram úrslitum í 16-18 ára og var það Anna Sólveig sem skellti í fugl á fyrstu holu í bráðabana og tryggði Keili titilinn. Enn stelpurnar okkar sigruðu nokkuð örruglega í yngri flokknum. Hjá strákunum er eldri flokkurinn 16-18 ára að byrja að spila um gullið við GKG og verður spennandi leikur þar eftir hádegi. Enn yngri strákarnir spila um bronsið, ekki er komið á hreint við hvern þeir spila við þar. Einnig er allt að gerast á Akureyrir enn þar spila sveitir eldri kylfinga til úrslita bæði í kvenna og karlaflokki. Þá er bara að vona að það komi fleiri gull í hús hjá þeim sem eftir eru í dag. Fylgjast má með úrslitunum á golf.is enn þar eru hlekkir inná allar sveitakeppnirnar sem verið er að spila í núna….. Til hamingju Keilisfólk!!!  og vonandi koma fleiri góð tíðindi seinna í dag.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi