24/10/2014

Strákarnir í góðum málum

Strákarnir í góðum málum

Nú er fyrsta hring lokið í evrópumóti klúbbliða. Keilissveitin hélt áfram að leika vel í dag. Axel endaði 1 undir pari, Gísli á parinu og Henning Darri lék á 6 höggum yfir pari. Tveir bestu hringirnir telja og er því liðið á einu höggi undir pari. Sveitin er í 2-3 sæti eftir fyrsta hringinn. Mótið hefur verið stytt niður í tvo hringi, vegna rigningar í gær var gærdagurinn sleginn af og verður því leikinn lokahringurinn á morgun. Keilissveitin er 5 höggum á eftir fyrsta sætinu og verður spennandi að sjá hvernig morgundagurinn fer. Áfram Keilir… Hér má fylgjast með sveitinni.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum