05/08/2015

STYRKTARMÓT KEILISKVENNA

STYRKTARMÓT KEILISKVENNA

Því miður varð að fresta styrktarmóti kvennanefndar Keilis sem halda átti í dag, mótið fer fram mánudaginn 10.08.2015 og gildir skorið í mótaröðinni.

Verð er 2,000 eða frjáls framlög og rennur ágóði móts til barnabarns Ingu Magnúsdóttur sem nýlega greindist með hinn illræmda MS sjúkdóm.

Verðlaunaafhending verður klukkan 22:00 þannig að gert er ráð fyrir að síðasti mögulegi rástími verði klukkan 18:00

Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin með forgjöf og nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum vallarins.  Einnig verða veitt verðlaun fyrir efsta sætið á Sveinskotsvelli.   Glæsilegir vinningar eru í boði og dregið verður úr skorkortum.

Hvetjum allar Keiliskonur til að tryggja sér rástíma og slá tvær flugur í einu höggi með því að taka þátt í skemmtilegu móti og styrkja gott málefni í leiðinni.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar ….

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær
  • 05/12/2025
    Stjórnarkjör Aðalfundur Keilis
  • 03/12/2025
    Aðalfundur Keilis 2025
  • 21/11/2025
    Skötuveisla Keilis 2025
  • 21/11/2025
    Jólahlaðborð Keilis 2025