22/06/2015

Svaka stuð í Jónsmessunni

Svaka stuð í Jónsmessunni

Jónsmessumót Keilis fór fram í gær, þann 20. júní, í blíðskaparveðri á Hvaleyrinni. Smekkfullt var og alls tóku 80 keppendur þátt í gleðskapnum. Að keppni lokinni beið svo þátttakendum allsherjarveisla að hætti Brynju. Trúbador var á staðnum og hélt hann uppi stuðinu langt fram eftir kvöldi. 

Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í höggleik sem og nándarverðlaun á 10. holu.  

Fyrstu verðlaun sem voru 10.000 kr úttekt í golfverslun Keilis auk keilismerktum vasapelum kom í hlut Steinars Páls Ingólfssonar og Kristjáns Kristjánssonar.

Fyrir annað sæti var 5.000 kr úttekt í golfverslun Keilis auk gjafabréfs fyrir tvo í Úthlíð en þetta hlutu Gary Frank Vinson og Ragnar Bogason. 

Í þriðja sæti voru þeir Stefán Aðalsteinsson og Arnar Stefánsson og hlutu þeir gjafabréf fyrir tvo í Úthlíð.

Einnig var nándarmæling á 10. holu en var það Kristinn Eiríksson sem hlaut 5.000 kr úttekt í golfverslun Keilis í verðlaun en hann var 63 cm frá holunni. 

Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum öllum þátttakendum fyrir að gera kvöldið ánægjulegt.   

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis