13/04/2018

Sveinskotsvöllur fær andlitslyftingu

Sveinskotsvöllur fær andlitslyftingu

Golfklúbburinn Keilir undirbýr nú framkvæmdir við nýja og glæsilega lokaholu á Sveinskotsvelli og fullgera þannig nýtt vallarskipulag sem unnið hefur verið með undanfarið ár, framkvæmdir hafa staðið yfir við alls á 8 nýjum teiga á Sveinskotsvellinum síðan í haust og eru á lokametrunum þessa dagana.

Áhersla er lögð á að gera völlinn í senn aðgengilegan og viðráðanlegan fyrir byrjendur og fólk með hærri forgjöf, en um leið spennandi og áhugaverður fyrir lengra komna.

“Við leggjum mikinn metnað í að gera Sveinskotsvöll að frábærum velli og hámarka þannig vinsældir hans og notagildi,” segir Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður Keilis.

Nýja brautin, sem er hönnuð af Edwin Roald og verður 86 m löng, er forsmekkur að því sem koma skal. Ætlunin er að halda áfram að þróa Sveinskotsvöll, vinna að því að þar verði golfvöllur af bestu gerð, með stuttum og skemmtilegum brautum með samsvarandi sérkennum og fyrirfinnast á Hvaleyrarvelli, en í smækkaðri mynd. Stefnt er að því að skapa fjölbreytt umhverfi flata og að það bjóði upp á ýmis skemmtileg og krefjandi högg með flestöllum kylfum.

Áætlað er að jarðvinna við nýju brautina fari fram nú í vor, að sáð verði í hana strax í framhaldinu og hún leikfær seinna á þessu ári.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði