07/08/2014

Sveitakeppni 2014

Sveitakeppni 2014

Sveitakeppni GSÍ hefst núna á föstudaginn og mun Keilir eiga sveit í fyrstu deild kvenna og karla. Konurnar munu spila á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ og karlarnir á Hólmsvelli í Leirunni en sveitakeppnin þeirra var fyrst áætluð á Hamarsvelli en vegna veðurs er völlurinn ekki í ástandi til að taka við strákunum.

Keilisstrákarnir eru að verja Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra en sveitina skipa þeir Axel Bóasson, Rúnar Arnórsson, Gísli Sveinbergsson, Benedikt Sveinsson, Benedikt Árni Harðarson, Birgir Björn Magnússon, Ísak Jasonarson og Henning Darri Þórðarson.
Kvennasveitin hafnaði í öðru sæti þriðja árið í röð og stefna að sjálfsögðu á sigur líkt og strákarnir. Í sveitinni eru þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Signý Arnórsdóttir, Þórdís Geirsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, Tinna Jóhannsdóttir, Sigurlaug Rún Jónsdóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir og Hildur Rún Guðjónsdóttir.

Við óskum þeim góðs gengis um helgina og hvetjum alla Keilismenn og konur að fara út á völl og styðja við bakið á okkar fólki.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum