20/07/2015

Þórdís Íslandsmeistari eldri kylfinga 2015

Þórdís Íslandsmeistari eldri kylfinga 2015

Þórdis Geirsdóttir varð Íslandsmeistari eldri kylfinga núna um helgina í Vestmannaeyjum. Þórdís lék hringina þrjá einstaklega vel, en lék á 73-73-71 eða +7. Þórdís á orðið glæsilegan feril, en hún hefur núna tekið alla helstu titla sem eru í boði hér á landi. Þórdís er mögnuð íþróttakona og er hvergi nærri hætt að hala inn titlum  fyrir sjálfan sig og golfklúbbinn Keili. Sigurvegarinn í konur 65+ kom einnig frá Keili. Sigrún M.Ragnarsdóttir spilaði einnig vel og vann  öruggan sigur í þessum flokki. Í öðru sæti varð Inga Magnúsdóttir sem er líka Keiliskona. Jóhann Peter Andersen varð svo í öðru sæti í karlar 70+.  Einnig voru unglingarnir okkar að spila síðustu helgi á Íslandsmóti unglinga og stóðu allir sig vel. Sigurlaug Rún Jónsdóttir varð í 3. sæti í 17-18 ára kvenna og Henning Darri Þórðarsson varð einnig í þriðja sæti eftir bráðbana í 17-18 ára karla. Keilir óskar öllum til hamingju með góðan árangur.

sigurlaughenning

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/01/2026
    Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot
  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla