28/08/2014

Tveir nýjir Íslandsmeistaratitlar

Tveir nýjir Íslandsmeistaratitlar

Síðastliðna helgi fór fram Íslandsmót í Sveitakeppni hjá unglingunum okkar og öldungunum.

Stelpurnar okkar 18 ára og yngri gerðu sér lítið fyrir og sigruðu en þær spiluðu í Öndverðanesi. Sveitina skipuðu þær Hafdís Alda, Sigurlaug Rún Jónsdóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir, Harpa Líf Bjarkadóttir og Thelma Sveinsdóttir.

Í Grindavík spiluðu stelpurnar okkar í 50+ sveitakeppninni og komu heim með gullið. Sveitina skipuðu þær Anna Snædís Sigmarsdóttir, Erla Adolfsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Margrét Berg Theodórsdóttir og Sigrún Margrét Ragnarsdóttir.

50sveit

 

Strákarnir okkar í 18 ára og yngri enduðu í 2. sæti eftir að hafa spilað úrslitaleikinn við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Sveitina skipuðu þeir Birgir Björn Magnússon, Orri Bergmann Valtýrsson, Vikar Jónasson, Henning Darri Þórðarson og Þorkell Már Júlíusson

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 07/07/2025
    Meistaramótskveðja formanns
  • 06/07/2025
    Meistaramótsvikan hafin
  • 01/07/2025
    Rásímaáætlun í Meistaramótinu
  • 26/06/2025
    Minningarmót Guðmundar Friðriks og Kristínar Páls
  • 24/06/2025
    Meistaramót Keilis 2025 – skráning hefst 25. júní
  • 24/06/2025
    Nýjar staðarreglur taka í gildi