17/02/2025

Unnið hörðum höndum í kapp við tímann

Unnið hörðum höndum í kapp við tímann

Það er óhætt að segja að vallarstarfsmenn hafi ekki setið auðum höndum í vetur.

Eftir framkvæmdir á vellinum nú í haust er 4 glompur voru endurgerðar og umhverfi þeirra, hafa starfsmenn aldeilis ekki legið með tærnar uppí loft.

Haldið var af stað í næsta verkefni að rífa allt út úr gömlu vélaskemmunni. Koma þar upp nútíma starfmannaaðstöðu og kaffiðstöðu.

Þetta er verkefni sem hefur verið nátengd byggingu nýrrar vélageymslu sem var tekin í notkun síðasta sumar. Við það að koma vélunum okkar á einn stað hefur pláss skapast til að laga aðstöðu starfsfólks á golfvellinum.

Smellið hér til að skoða hvernig aðstaðan kemur til með að líta út.

Má segja með sönnu að löngu tímabært verkefni sé nú hafið.

Við skulum láta myndirnar tala, enda ansi mörg handtökin sem þarf til að breyta apa -og ljónabúri í mannsæmandi starfsmannaaðstöðu eins og sést.

Unnið er í kapp við tímann því aðstaðan verður að vera tilbúin fyrir vorið og því ekki langur tími til stefnu, sól farin að rísa á lofti og það styttist í sumarið.

Við hlökkum til sumarsins!

Kærar kveðjur,

Haukur Jónsson, Rúnar Geir Gunnarsson og Ingibergur Alex Elvarsson

 

 

 

 

 

 

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði
  • 09/04/2025
    Það styttist í opnun golfvalla
  • 03/04/2025
    Vorkveðja frá Hrefnu og veitingasölunni