26/07/2016

Úrslit Epli.is

Úrslit Epli.is

Laugardaginn 23. júlí fór fram á Hvaleyrarvelli opna epli.is . Glæsilegir vinningar voru í boði frá epli.is og einnig var flott teiggjöf í boði. Að sjálfsögðu var keppt um nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins, lengsta teighögg og næstur holu í 2 höggum á 18. flöt. 128 kylfingar skráðu sig til leiks og fengu mjög gott veður allan daginn. Hvaleyrarvöllur lítur einstaklega glæsilega út þessa dagana og óhætt að segja að völlurinn sé í heimsklassa.
Úrslit urðu svo eftirfarandi:

Besta skor í Höggleik
Helgi Dan Steinsson 68 (-3)

Punktakeppni
1. Sæti Pétur Bjarni Guðmundsson, 42 punktar
2. Sæti Pálmi Hlöðversson, 40 punktar
3. Sæti Lúðvík Geirsson, 39 punktar
4. Sæti Helgi Dan Steinsson, 39 punktar
5. Sæti Auður Elísabet Jóhannsdóttir, 38 punktar

Nándarverðlaun
4 hola Bjarni Sigþór Sigurðsson
6 hola Anna Ingileif Erlendsdóttir
10 hola Eiríkur Þorsteinsson
16 hola Auður Elísabet Jóhannsdóttir
Næstur Holu í 2 höggum 18 braut Viktor Markusson Klinger
Lengsta drive 13 braut  Kristinn B. Heimisson

Golfklúbburinn Keilir þakkar öllum fyrir þáttökuna og epli.is fyrir að styrkja glæsilegt mót.

epli_2016

 

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/05/2025
    Sumarið er komið
  • 09/05/2025
    Breytingar á vallarmörkum við 1. braut
  • 09/05/2025
    Nú byrjar ballið á Hvaleyrarvelli
  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast