28/05/2016

Úrslit opna Ping öldungamótið

Úrslit opna Ping öldungamótið

Í dag fór fram opna Ping öldungamótið og var fullt í mótið. 172 kylfingar skráðu sig til leiks og reyndist Hvaleyrin mörgum erfið í vindinum. Golfklúbburinn Keilir þakkar Íslensk-Ameríska umboðsaðila Ping á Íslandi kærlega fyrir veittan stuðning. Ping gefur öll verðlaun í mótinu eins og undanfarin ár. Okkar fólk byrjaði að ræsa út eldsnemma í morgun og var ræst út til 14:30. Mótið tókst vel í alla staði og var ekki annað að sjá en kylfingar hefðu notið dagsins með okkur, þrátt fyrir smá Hvaleyrargust. Golfklúbburinn Keilir vill koma fram þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt í mótinu og einnig okkar starfsfólki sem vann við mótið. Verðlaun voru veitt fyrir eftirfarandi og geta vinningshafar vitjað vinninga sína á skrifstofu Keilis.

Konur 49+
1. sæti punktar: Ásta Óskarsdóttir 37 punktar
2. sæti punktar: Ásgerður Sverrisdóttir 36 punktar
3. sæti punktar: Þórdís Geirsdóttir 35 punktar

Konur 65+
1. sæti punktar: Inga Magnúsdóttir 31 punktar
2. sæti punktar: Björg Kristinsdóttir 30 punktar
3. sæti punktar: Margrét Geirsdóttir 28 punktar

Karlar 49+
1. sæti punktar: Hörður Sigurðsson 37 punktar
2. sæti punktar: Sigurður Aðalsteinsson 37 punktar
3. sæti punktar: Ásmundur Karl Ólafsson 37 punktar

Karlar 65+
1. sæti punktar: Þórhallur Sigurðsson 36 punktar
2. sæti punktar: Guðjón Þorvaldsson 33 punktar
3. sæti punktar: Guðmundur Ágúst Guðmundsson 33 punktar

Besta skor karla: Sigurður Aðalsteinsson 73 högg
Besta skor kvenna: Þórdís Geirsdóttir 78 högg

Nándarverðlaun

4.Hola Ásgeir Sigurbjörn Ingvason 1,51 m
6.Hola Steinunn Sæmundsdóttir 2,19 m
10.Hola Walter Hjartarsson 0,38 cm
16.Hola Kristján R. Hansson 0,92 cm

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 19/01/2026
    Birgir Björn fer yfir íþróttastarfið og Hraunkot
  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla