Í dag var haldið opið mót í samstarfi við Subway. 125 kylfingar skráðu sig til leiks og spiluðu í ágætis veðri. Subway bauð kylfingum uppá glæsilega teigjöf sem í voru Taylor Made boltar, frímiði á Subway og gosdrykk til að hafa meðferðis á hringnum.
Verðlaun mótsins voru glæsileg og var jöfn og spennandi keppni í punktakeppninni þar sem var veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin. Einnig voru veitt verðlaun
fyrir besta skor í höggleik. Axel Bóasson spilaði best allra og kom inná 66 höggum, glæsilegur hringur hjá honum. Nándarverðlaun voru svo á öllum par 3. brautum og einnig voru veitt aukaverðlaun fyrir lengsta drive á 13. braut og næst holu í 2. höggi á
9. braut. Mótið tókst afskaplega vel og við þökkum Subway fyrir glæsilegan stuðning í kringum þetta árlega mót og birtum hér svo helstu úrslit Opna Subway 2014.

Besta skor
Axel Bóasson  66 högg

Punktakeppni
1. sæti  Davíð Kr.Hreiðarsson  40 punktar
2. sæti  Ingvar Guðmundsson  40 punktar
3. sæti  Karl Vídalín Grétarsson  40 punktar
4. sæti  Þórður Ágústsson            39 punktar
5. sæti  Einar Helgi Jónsson        39 punktar

Nándarverðlaun
4. braut Arnar Friðriksson 1.74 m
6. braut Christian Þorkelsson 2.68 m
9. braut (2. Högg) Árni Freyr Hallgrímsson 1.20 m
10. braut Ellert Unnar Sigtryggsson 42 cm
13. braut Lengsta Drive Jón Hilmar Kilmarsson GKJ
16. braut Grímur Þórisson GÓ       98 cm