04/06/2014

Úrslit úr innanfélagsmóti

Úrslit úr innanfélagsmóti

Í dag hélt Golfklúbburinn Keilir sitt annað innanfélagsmót á sumrinu. 78 Keilisfélagar tóku þátt að þessu sinni og er óhætt að segja að veðrið hafi spilað stóran þátt í spilamennsku margra í dag. Leit mjög vel út í morgun og afskaplega gott veður og sáust margir á stuttermabol í fyrsta sinn í sumar. Fljótlega eftir hádegi byrjar að hvessa  og rigna  svona svakalega, sumir fóru jafnvel í var eins og togarar gera í brælu:)  sumir fengu smá haglél á tímabili. Seinnipart dags stytti þó að mestu upp og var veður með ágætum það sem eftir var móts. Síðustu kylfingar að detta inní hamborgara og franskar um ellefuleytið.
Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni og besta skor í höggleik. Einnig var þetta mót undankeppni fyrir Bikarinn 2014.

Punktakeppni:
1. sæti  Ágúst Ársælsson                         39 punktar
2. sæti  Kristinn Þorsteinsson                 38 punktar
3. sæti  Hulda Soffía Hermannsdóttir     37 punktar
4. sæti  Benedikt Árni Harðarsson          37 punktar
5. sæti  Guðmundur Júní Ásgeirsson     36 punktar

Besta skor í höggleik
Ágúst Ársælsson  70 högg

Vinningshafar geta sett sig í samband við skrifstofu Keilis til að nálgast vinninga.
Minnum á næsta innanfélagsmót sem er 25. júní. Skráning á golf.is og í síma 565-3360

055
Ágúst Ársælsson var í stuði í dag

056
Fallegt á Hvaleyrinni í kvöld

Capture

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/05/2025
    Sumarið er komið
  • 09/05/2025
    Breytingar á vallarmörkum við 1. braut
  • 09/05/2025
    Nú byrjar ballið á Hvaleyrarvelli
  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast