29/05/2016

Úrslit úr styrktarmóti Axels

Úrslit úr styrktarmóti Axels

Axel Bóasson hélt í dag styrktarmót á Hvaleyrarvelli og var spilað með Texas Scramble fyrirkomulagi með forgjöf. Einnig var í boði að taka þátt í púttleik og virkaði leikurinn þannig að þeir sem luku við létta púttþraut fyrir neðan golfskála Keilis áttu möguleika á að vinna 100 þúsund króna gjafabréf hjá golfdeild Heimsferða. 2 heppnir aðilar vinna gjafabréfið en það kostaði ekki nema 500 krónur að vera með í leiknum. Axel vill þakka öllum þeim sem styrktu hann í dag kærlega fyrir og var kappinn nánast orðlaus í verðlaunaafhendingunni eftir daginn sem tókst frábærlega. Núna í nótt fer Axel til Danmerkur að keppa á Ecco tour og verður hægt að fylgjast með honum á Facebook síðu hans. Axel vill þakka öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu hann og gerðu þennan dag mögulegan. Vinningshafar geta haft samband við Bóas í síma 856-1230 til að nálgast verðlaun. Hér má svo sjá öll úrslit mótsins  Smellið hér til að sjá úrslit 

axel_styrktarmot_2016

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær