23/05/2021

Guðrún Brá sigurvegari á Akranesi.

Guðrún Brá sigurvegari á Akranesi.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði á B59 hótel mótinu sem er á mótaröð þeirra bestu. Þetta er í annað skipti í röð sem Guðrún Brá sigrar  á GSÍ mótaröðinni. Mótið fór fram á Garðavelli á Akranesi og voru leiknar 54 holur.

Guðrún Brá lék á 70-67 og 69 höggum eða tíu höggum undir pari og sigraði með fjórum höggum. Í öðru sæti varð Ragnhildur Kristinsdóttir GR á – 6 höggum og í þriðja sæti varð Andrea Ýr Ásmundsdóttir á +1 höggi yfir pari.

Í karlaflokki sigraði Aron Snær Júlíusson GKG á sjö höggum undir pari. Bestur Keilismanna var Birgir Björn Magnússon á þremur höggum yfir pari.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 18/08/2025
    Úrslit úr Opna Icewear Kvennamóti Keilis