29/05/2013

Gísli stendur sig vel í Skotlandi

Gísli stendur sig vel í Skotlandi

Gísli Sveinbergsson úr Keili og Fannar Þór Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis eru meðal keppenda á US Kids European Championship mótinu sem haldið er í Skotlandi. Óhætt er að segja að Gísli og Fannar séu að standa sig vel í mótinu því þeir eru í toppbaráttunni og eru að berjast um sigurinn.

Gísli leikur í flokki 15-18 ára og er jafn í efsta sæti á samtals þremur höggum undir pari. Gísli hefur leikið hringina í mótinu á 74 og 73 höggum. Leikið er á Luffness vellinum.

Fannar leikur í flokki drengja 14 ára og er í öðru sæti fyrir lokahringinn. Fannar lék frábærlega á öðrum hring. Hann lék á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Samtals er Fannar á tveimur höggum undir pari í öðru sæti, aðeins höggi á eftir efsta kylfingi.

Lokahringurinn fer fram á morgun og verður spennandi að sjá hvort að þeir félagar nái að tryggja sér sigur.

Heimild:
kylfingur.is

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 16/09/2025
    Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis
  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025