03/12/2013

Sælir félagar í Keilir

Sælir félagar í Keilir

Á aðalfundi Golfklúbbsins Keilis nk. mánudag verð ég í framboði til stjórnar klúbbsins.

Ég er rafmagnsverkfræðingur frá Álaborgarháskóla, með stúdentspróf úr Flensborgarskólanum en er einnig 4. stigs vélfræðingur og vélvirki. Ég starfa sem verkefnisstjóri hjá Landsneti, þar sem ég hef verið síðan 2009. Ég er giftur Aldísi Baldvinsdóttur leikskólakennara og eigum við saman þrjú börn.

Íþrótta- og félagsstörf hafa alltaf skipað stóran sess í mínu lífi. Ég byrjaði þó seint í golfi og man vel þegar ég smitaðist. Það var sumarið 2006 á Sveinskotsvelli.

Að námi loknu, um sumarið 2008, fluttist ég heim og gekk þá um haustið í Keili. Það gerði dóttir mín einnig og hóf ég þá störf í foreldraráði klúbbsins.

Aðkoma mín að íþróttastarfi, bæði sem iðkandi og faðir þriggja barna, hefur sýnt mér fram á mikilvægi öflugs íþróttastarfs. Mikilvægast eru þar hlutverk félagsins sem uppalanda barna okkar ásamt hinum ríku skyldum við nærsamfélagið, þ.e. að búa bæjarbúum vettvang fyrir íþrótta- og félagsstarf. Þetta eru mín áhugasvið.

Ég vonast eftir góðri mætingu Keilisfélaga á aðalfund nk. mánudag og óska eftir stuðningi allra þeirra sem telja mig hæfan til að hjálpa klúbbnum á þessum spennandi tímum.

Bestu kveðjur

Víðir Már Atlason

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025
  • 28/04/2025
    Sveinskotsvöllur opnar inn á sumarflatir í dag – Rástímabókanir hefjast
  • 23/04/2025
    Seinkun á opnun Hvaleyrarvallar
  • 22/04/2025
    Breytingar á rástímapöntunum
  • 22/04/2025
    Bættur leikhraði