17/01/2014

Þorrablót Keilis 2014

Þorrablót Keilis 2014

Þá er komið að árlega Þorrablóti Keilis. Að sjálfsögðu verður það haldið á Bóndadaginn 24. janúar einsog hefð er fyrir í Keili. Húsið opnar klukkan 19:30 og verður boðið uppá ískalt brennivín og hákarl í startið. Fyrir ykkur sem viljið ekki Þorramatinn þá verður pottréttur, þannig að enginn á að svelta. Blótsjóri verður enginn annar enn nýkrýndur forseti GSÍ Haukur Örn Birgisson. Einnig til að halda uppi stuðinu kemur í heimsókn Eyjólfur Kristjánsson stórgolfari og Evrovisonfari. Síðustu ár hefur verið fullt á kvöldið, ekki bíða með að tryggja þér miða. Miðaverð einungis 4500 krónur.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 12/11/2025
    Frábært ár í Keili – spennandi verkefni framundan.
  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum