15/08/2015

Úrslit Móa Media Open 2015

Úrslit Móa Media Open 2015

Glæsilegt Texas Scramble mót var haldið í dag á Hvaleyrarvelli í samvinnu við Móa Media. Glæsileg verðlaun voru boði og fullt af aukaverðlaunum. 77 lið spiluðu í dag í allskonar veðri, sumir blotnuðu meira en aðrir. Samhliða mótinu fengu allir sem luku leik að reyna sig í vippkeppni og var glæsilegt Guess úr í verðlaun frá Leonard. Allir keppendur fengu flottar teigjafir (FJ Golfhanski, Vikupassi í hreyfingu, Múslikraftur frá Freyju, Bíómiði í Laugarásbíó). Töluvert margir mættu á verðlaunaafhendingu til að freista þess að fá vinning, en dregið var um fjölda vinninga. Allir keppendur fengu svo mexíkóska kjúklingasúpu eftir hring. Sigurliðið í ár var skipað þeim Magnús Kári Jónsson GKG og Óttar Helgi Einarsson GKG, En þeir kölluðu sig Illaliðið og spiluðu á 59 höggum nettó.Golfklúbburinn Keilir þakkar Móa Media og keppendum fyrir góða samvinnu og skemmtilegan dag. Til að sjá öll úrslit, smellið á hlekkina fyrir neðan.

Úrslit Móa Open2015

Nándarverðlaun

moi_media

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær
  • 05/12/2025
    Stjórnarkjör Aðalfundur Keilis
  • 03/12/2025
    Aðalfundur Keilis 2025
  • 21/11/2025
    Skötuveisla Keilis 2025
  • 21/11/2025
    Jólahlaðborð Keilis 2025