10/12/2014

Arnar endurkjörinn formaður Keilis

Arnar endurkjörinn formaður Keilis

60 félagar mættu á aðalfund Keilis sem haldin var í gærkvöldi í golfskálanum. Már Sveinbjörnsson stýrði fundinum af röggsemi, helstu rekstrarniðurstöður voru:
Félögum fækkaði á milli ára um 40. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 22.4 m.kr og hagnaður ársins nam 17.8 m.kr. Mikill árangur hefur náðst í lækkun langtímaskulda klúbbsins enn þegar þær stóðu hæðst voru langtímaskuldir 165 milljónir árið 2009, en eftir rekstrarárið 2014 standa þær í 43 milljónum. Hér má sjá skýrslu stjórnar og ársreikninga fyrir árið 2014.

Stjórn Keilis var eftirfarandi kjörin fyrir árið 2015:

Formaður: Arnar Atlason
Aðalstjórn, til tveggja ára: Guðmundur Óskarsson og Ellý Erlingsdóttir
Aðalstjórn til eins árs: Davíð Arnar Þórsson og Sveinn Sigurbergsson   Varastjórn: Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og Daði Janusson

Aðalfundurinn samþykkti gjaldskrá félaga fyrir næsta ár, að tillögu stjórnar
Félagsmenn 21 – 66 ára verður 88.500 kr.
Félagsmenn 67 ára og eldri verður 65.500 kr.
Félagsmenn 13 – 20 ára verður 40.000 kr.
Félagsmenn 12 ára og yngri  verður 33.500 kr

Sveinskotsvöllur ( 9 holu völlurinn )
Félagsmenn 21 – 66 ára verður 50.000 kr.
Félagsmenn 17-20 ára 40.000 kr.
Félagsmenn 16 ára og yngri 0 kr.
Félagsmenn 67+ 35.000 kr.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/01/2026
    Keilir hlýtur ÍSÍ bikarinn 2025
  • 29/12/2025
    Framkvæmdir á milli 15 og 18. brauta
  • 24/12/2025
    Jólakveðja frá Keili
  • 18/12/2025
    Frá aðalfundi – Viðurkenningar fyrir framfarir og árangur
  • 11/12/2025
    Innheimta félagsgjalda 2026 – Breytt fyrirkomulag greiðsluseðla
  • 10/12/2025
    Aðalfundur Keilis fór fram í gær