08/04/2022

Atvinnukylfingar Keilis

Atvinnukylfingar Keilis

Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Axel Bóasson, Gísli Sveinbergsson og Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis.

 

Í vikunni skrifuðu atvinnumenn Keilis undir samkomulag við Golfklúbbinn Keili.

Þau eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem hefur full réttindi á Evrópumótaröð kvenna í golfi, Gísli Sveinbergsson og Axel Bóasson sem báðir eiga keppnisrétt á norrænu mótaröðinni.

Samkomulagið felur í sér ýmsa aðstoð fyrir atvinnukylfingana auk þess sem að þau koma að þjálfun og kennslu barna-, ungmenna og afreksstarfi Keilis.

Markmið með samningnum er að hvetja og styrkja atvinnukylfinga Keilis til dáða og aðstoða þau til að ná enn betri árangri.

 

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag
  • 16/09/2025
    Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis