10/06/2013

Axel hafnaði í 12. sæti í St. Andrews

Axel hafnaði í 12. sæti í St. Andrews

Axel Bóasson úr Keili lauk keppni í 12. sæti á St. Andrews Links Trophy mótinu sem lauk í gær í St. Andrews, Skotlandi. Axel lék hringina fjóra í mótinu á samtals einu höggi yfir pari. Hann lék lokahringinn á 73 höggum eða einu höggi yfir pari.

Alls voru leiknar 36 holur í gær og þær lék Axel á einu höggi yfir pari. Englendingurinn Neil Raymond sigraði í mótinu en hann lék samtals á sjö höggum undir pari. Mótið er sterkt áhugamannamót og sigraði Justin Rose m.a. í mótinu árið 1997.

Lokastaðan í mótinu

Heimild:
kylfingur.is

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag