Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús hlutu í dag verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á tímabilinu á Nordic Golf mótaröðinni.

Axel var kosinn kylfingur ársins og Haraldur nýliði ársins og er þetta mikil viðurkenning fyrir þá.

Þegar tvö mót eru eftir á tímabilinu er Axel í efsta sæti stigalistans og öruggur með sæti á Áskorendamótaröðinni á næsta ári sem er næst sterkasta mótaröð Evrópu. Fimm efstu kylfingarnir í lok tímabils fá keppnisrétt á mótaröðinni. Haraldur er í 6. sæti og er því í frábærri stöðu til að tryggja sér kortið á Áskorendamótaröðinni.

„Óvænt uppákoma í kvöldmatnum fyrir Race to Himmerland mótið,“ sagði Axel Bóasson á Facebook síðu sinni. „Ég og Haraldur Franklín Magnús vorum kosnir “Player of the year” og “Rookie of the year” fyrir Ecco tour. Búið að vera frábært ár á mótaröðinni og sannur heiður að fá þessa tilnefningu. “

Næsta mót á mótaröðinni fer fram dagana 5.-7. október og ber heitið Race to Himmerland.

Fylgjast má með því með að smella á þennan teksta