12/07/2014

Axel og Tinna klúbbmeistarar

Axel og Tinna klúbbmeistarar

Meistaramóti Keilis 2014 lauk nú í kvöld með verðlaunaafhendingu. 340 Keilisfélagar tóku þátt í Meistaramótinu og var byrjað sunnudaginn 06. júlí og lauk því nú  í kvöld. Veðrið var mjög misjafnt þessa vikuna. Þeir sem spiluðu fyrri part vikunnar fengu ágætis veður á meðan þeir sem spiluðu seinni part vikunnar fengu heldur risjótt veður. Hvaleyrarvöllur er farin að líta mjög vel út og sérstaklega eru seinni níu holurnar í frábæru standi. Axel Bóasson sigraði í meistaraflokki karla á 285 höggum (76-68-73-68) og í meistaraflokki kvenna sigraði Tinna Jóhannsdóttir á 311 höggum (80-82-71-78)
Við munum svo birta úrslit alla flokka fljótlega.

Meistaramót 2014 143

Meistaramót 2014 160

Meistaramót 2014 174

Meistaramót 2014 210

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 14/05/2025
    Kynning á kvennastarfi Keilis
  • 10/05/2025
    Sumarið er komið
  • 09/05/2025
    Breytingar á vallarmörkum við 1. braut
  • 09/05/2025
    Nú byrjar ballið á Hvaleyrarvelli
  • 02/05/2025
    Keppnistímabilið fer að hefjast
  • 30/04/2025
    Hreinsunardagurinn 2025