Gísli Sveinbergsson er nú staddur á Frakklandi að spila Opna Franska Junior sem verður spilað núna yfir páskana. Hann hóf leik í dag kl 08:10 á íslenskum tíma og var bjartsýnn fyrir hring. “Völlurinn er í frábæru standi, hröð grín og mikið af hólum og hæðum þannig leikplanið er að slá á mitt grín til að tryggja par og eiga séns á fugli” sagði Gísli í gær.

Við munum að sjálfsögðu fylgjast með Gísla hér á keilir.is og verður gaman að sjá hvað kappinn gerir á þessu sterka áhugamannamóti.