Árið 1993 opnaði golfskálinn okkar, þá strax voru keypt ný húsgögn sem hafa þjónað félögum Keilis í 22 ár, húsgögnin voru gjöf frá fyrirtæki í bænum. Nú í samstarfi við sama aðila höfum við endurnýjað alla stóla og borð í salnum. Salurinn er stórglæsilegur og mun fara vel um klúbbfélaga okkar og gesti vonandi næstu 20 árin eða svo. Keilir þakkar kærlega höfðinglega gjöf og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við fyrirtæki í bænum, sem ávallt vilja golfklúbbnum okkar vel.

Keilir_K9A0279Keilir_K9A0307Keilir_skáli01