Ertu að stefna á að taka þátt í meistaramótinu eða í einhverju öðru móti í sumar? Ertu að fara í golfferð erlendis í sumar eða í haust? Viltu fá meira út úr þínum golfleik og æfa golf með öðrum?

Til þess að verða betri kylfingur er nauðsynlegt að æfa vel og markvisst undir handleiðslu golfþjálfara.

Þá er golfþjálfun í sumar fyrir þig! Æfingar hefjast þriðjudaginn 7. júní kl. 18:00 eða kl. 19:00 og eru í átta skipti á þriðjudögum og fimmtudögum í júní.

Markmiðasetning, æfingaáætlanir, verkefni á golfvelli, unnið með tölfræði og skemmtilegar og keppnislíkar æfingar!

Þjálfarar eru þeir Karl Ómar  og Björn Kristinn  PGA golfþjálfarar Keilis. 

Verð er 29.000 kr. og eru boltar innifaldir.

Skráning og nánari upplýsingar eru á netfangið karl.omar.karlsson@grundaskoli.is