11/05/2015

Golfvellir Keilis opna n.k sunnudag

Golfvellir Keilis opna n.k sunnudag

Ákveðið hefur verið að fresta Hreinsunarmóti Keilis fram á næsta laugardag, þeir sem eru nú þegar skráðir verða að afskrá sig ef viðkomandi kemst ekki á laugardaginn. Við minnu félaga Keilis á það, að ekki verður hægt að leika Hvaleyrarvöll á Laugardaginn nema að taka þátt í Hreinsunardeginum.

Einnig verður Opna Icelandair Golfers mótinu frestað um viku eða þangað til laugardaginn 23. maí.

Golfverslunin opnar á n.k sunnudag og verður hægt að panta rástíma á golf.is einsog reglur Keilis segja til um.

Félagsskirteinin verða kominn á skrifstofu Keilis á n.k fimmtudag og hefst afhending þeirra á föstudaginn. Við hvetjum alla Keilisfélaga að nálgast skirteinin sem fyrst. Nýtt mætingakerfi verður sett í notkun samhliða opnuna golfvallanna. Meira um það síðar.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag