17/08/2020

Hola í höggi á Hvaleyrarvelli

Hola í höggi á Hvaleyrarvelli

Kristján Knútsson fór holu í höggi á 15. holunni í gær. Höggið var af 124m færi og notaðist hann við PW, sjálfur segist hann hafa verið að velja á milli þess að nota 9 járnið eða PW en þar sem það var smá meðvindur varð PW fyrir valinu. Boltinn lenti fyrir framan holnuna og rúllaði ofan í. Meðfylgjandi eru myndir af Kristjáni við holuna, á þeim sést Kristján með pútterinn sem reynist óþarfur á þessari holu.

Meðspilarar og vitni af þessum tilþrifum voru Gréta Benediktsdóttir, Kristbjörg Jónsdóttir og Jón Hreiðar Hansson.

Til hamingju Kristján!

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag