24/04/2013

Keilir og Leynir í samstarf

Keilir og Leynir í samstarf

Það eru gleðifréttir fyrir félagsmenn Keilis að nú hefur samkomulag náðst við golfklúbbinn Leyni um vinavallasamstarf. Leynir verður áttundi golfklúbburinn sem Keilir gerir vinavallasamning við. Er því úr nægu að velja vilji Keilismenn fara og skoða aðra velli enn sinn eigin í sumar. Við það að spila Leynisvöll verður félagsmaður í Keilir að greiða einungis 1500 krónur. Við minnum á að samkomulag þetta gildir einungis ef gilt félagsskirteini er sýnt. Einnig gildir samkomulagið ekki ef samið hefur verið um sérstakt vallargjald í tengslum við komu hópa á Leynisvöll.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 16/09/2025
    Úrslit ráðin í Bikarkeppni Keilis
  • 10/09/2025
    Vel heppnuð haustferð Keiliskvenna
  • 05/09/2025
    Fyrirkomulag rástímabókana nú þegar tekur að hausta
  • 01/09/2025
    Úrslit úr Fyrirtækjakeppni Keilis 2025
  • 28/08/2025
    Nýr golfvöllur í Hafnarfirði
  • 19/08/2025
    Fyrirtækjakeppni Keilis 2025