Nú er að hefjast stuttaspilsnámskeið hjá Karl Ómari Karlssyni, þetta námskeið er einungis í boði fyrir Keilisfélaga er því á sérstaklega góðu verði.

Námskeið í stutta spilinu hjá Golfklúbbnum Keili
Markmið með námskeiðinu:
– er að auka kunnáttu sína og auka betur færnina á og í kringum flatirnar
– Hvað, hvernig og hvers vegna á að æfa stutta spilið
– Innsýn í nýjar aðferðir í stutta spilinu
– Allir fá bækling með upprifjun á þeim atriðum sem kennd eru á námskeiðinu

Kennari á námskeiðinu
– Karl Ómar Karlsson PGA golfþjálfari Keilis

Námskeiðslýsing:
Hver hópur er í klst.í senn á fjórum dögum

Farið er í grunnatriði í tækni varðandi:
– Lágu vippin við flatirnar
– 10-40 metra fleyghögg inn á flatir
– Að slá upp úr glompum í kringum flatirnar
– Stuttu, milli og löngu púttin
– Vanaatferli æfð

Dagsetningar:
– Námskeiðið hefst miðvikudaginn 18. júní kl. 16:00/17:00/18:00/19:00
– Tími númer tvö er þriðjudagur 24. júní
– Tími númer þrjú er fimmtudagur 26. júní
– Tími númer fjögur er mánudagur 30. júní
– (Ef þú velur þér tíma t.d. kl. 17.00 þá mætir þú alla námskeiðsdaga á þeim tíma)

Hvað kostar að taka þátt?
– Námskeiðið kostar 8500 kr. pr. mann
– Innifalið er æfingakúlur til að nota á námskeiðinu

Skráning og nánari upplýsingar veitir:
– Kalli kennari á netfangið karl.omar.karlsson@akranes.is
– Sími 863-1008