Golfþjálfunarleiðina 2015 hefst fimmtudaginn 12. febrúar í HRAUNKOTI í Hafnarfirði.

Námskeiðinu lýkur 30. apríl. Hlé er gert á námskeiðinu í þrjár vikur um Páskana.
Þjálfunarleiðin er alls tíu klst. + einn einkatími (25 mín) með golfkennara.
Hægt er að velja um það að vera í hópi kl. 17:00, kl. 18:00, kl. 19:00 eða kl. 20:00 á fimmtudögum.

Markmiðið er að aðstoða þig við að byggja upp markvissari æfingar og kennslu yfir vetrartímann og þar með búa sig betur undir golftímabilið næsta sumar.
Farið er í alla helstu þætti leiksins: pútt, há og lág vipp, fleyghögg, grunnatriði í sveiflu og teighöggum í bland við kennslu, þjálfun og æfingar.
Hver kylfingur fær ábendingu um það hvað er hægt að bæta hjá sér og er því fylgt eftir bæði á æfingum, auk þess sem kylfingur fær senda átta tölvupósta um kennsluþætti þjálfunarleiðar og réttar áherslur í þjálfun.

Verð er 36.000 kr.
Innifalið í gjaldi er boltakort í Hraunkoti að verðmæti 9.900 kr.-
Skráning er á netfangið: karl.omar.karlsson@akranes.is
Kennari er Karl Ómar Karlsson PGA golfkennari