25/02/2013

Ólafur tekur við formennsku í FEGGA

Ólafur tekur við formennsku í FEGGA

Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, tók við formennsku í FEGGA um nýliðna helgi.

FEGGA (Federation of European Golf Greenkeepers Associations) eru regnhlífarsamtök fyrir samtök golfvallastarfsmanna í Evrópu og hefur Ólafur gegnt hlutverki varaformanns síðustu tvö ár. Ólafur tekur við formennsku af svíanum Stig Person.

Kjör Ólafs til formanns FEGGA er vottur um metnað og fagmennsku hans í starfi og er honum og Golfklúbbnum Keili til mikils sóma. Starfsfólk Keilis óskar framkvæmdastjóranum sínum innilega til hamingju með þennan áfanga.

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag