16/01/2025

Stjórn Keilis samþykkir reglur vegna biðlista​

Stjórn Keilis samþykkir reglur vegna biðlista​

Eins og kemur fram í 3. grein laga Keilis þá á stjórn Keilis að setja reglur um inntöku nýrra félaga og framfylgja þeim ef biðlisti myndast. Á síðasta stjórnarfundi 15. janúar voru samþykktar eftirfarandi reglur um inntöku nýrra félaga í Keili. Eiga reglurnar að styðja við þá stefnu Keilis að veita nýjum félögum forgang af Sveinskotsvelli og einnig styðja við fjölskyldustefnu Keilis. Komið verður á fót punktakerfi fyrir þá sem eru á biðlista og öðlast umsækjendur punkta eftir því kerfi, sjá mynd.​

Auk þess samþykki stjórn eftirfarandi:​
  1. Ef um alvarleg veikindi félagsmanns (óvinnufær í 3 mánuði eða meira):​
    Félagsmaður fær 25% afslátt af árgjaldi á næsta ári og heldur öllum spilarétti.
  2. Félagsmaður fer fram á hlé frá félagsaðild:​
    Viðkomandi verður að greiða 25% af árgjaldi til að geta gengið inní klúbbinn eftir hlé. Viðkomandi hefur engan spilarétt í hléi.
  3. Aðrir hagsmunir – bundið samþykki stjórnar:​
    Starfsmenn, Afrekskylfingar, Styrktaraðilar, virkir sjálfboðaliðar.
Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag