Keilisliðið byrjar vel á evrópumóti klúbbliða, Axel er -1 eftir 11 holur, Gísli -2 eftir 9 holur og Henning Darri +2 eftir 7 holur. Veðrið hefur verið að stríða keppnishöldurum mikil rigning er á svæðinu og einsog er hefur leik verið frestað vegna bleytu. Gísli er á besta skorinu af þeim keppendum sem komnir eru lengst, enn margir kylfingar eiga eftir að fara út í dag. Uppfærsla búið er að aflýsa hringnum í dag vegna bleytu, byrjað verður aftur á morgun á nýjum hring.  Fylgjast má með stöðunni hér.