04/01/2018

Úrslit úr Áramótagleði

Úrslit úr Áramótagleði

Að venju var haldinn Áramótagleði Keilis á Gamlársdag og mættu yfir hundrað manns til okkar og skemmtu sér einstaklega vel. Snakk og ídýfur í boði um allt hús og svo voru að sjálfsögðu veglegir flugeldapakkar í verðlaun. Við veittum verðlaun fyrir 3 efstu sætin í púttkeppninni og einnig var haldinn mjög spennandi næstur holu keppni í golfhermunum og var höggið 90 metrar í flaggið. Dagurinn rann frábærlega í gegn og viljum við nota tækifærið og þakka öllum fyrir komuna og við óskum öllum velfarnaðar á nýju ári. Hér koma svo úrslit dagsins og nokkrar myndir.

Púttkeppni úrslit.
1. sæti Helgi Snær Björgvinsson
2. sæti Birgir Björn Magnússon
3. sæti Rúnar Arnórsson

Næstur holu keppni.
1. sæti Vigfús Adolfsson  2.1 m

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 21/10/2025
    Hvaleyrarvöllur lokar
  • 02/10/2025
    Keilisstelpur hefja leik á EM golfklúbba
  • 29/09/2025
    Æfingin verður ódýrari fyrir félagsmenn í Hraunkoti
  • 29/09/2025
    Skert þjónusta í golfskálanum
  • 22/09/2025
    Tilkynning frá bændum
  • 19/09/2025
    Bændaglíman 2025 – Skráning hefst í dag