30/07/2024

Vallarmet á fyrsta degi Unglingamóts Keilis

Vallarmet á fyrsta degi Unglingamóts Keilis

Það voru 76 galvaskir kylfingar sem hófu leik klukkan 07:30 í morgun, verkefnið 36 holur á fyrsta keppnisdegi í Unglingamóti Keilis sem er partur að unglingamótaröð GSÍ.

47 kylfingar í piltaflokki og 29 kylfingar í stúlknaflokki.

Það voru tvö vallarmet sett strax á fyrsta degi. Af teigum 47 setti Auður Bergrún Snorradóttir glæsilegt vallarmet er hún lék fyrsta hringinn á 68 höggum eða 4 höggum undir pari á fyrri hringnum í dag. Og af teigum 57 setti Veigar Hreiðarsson glæsilegt vallarmet er hann lék völlinn á 65 höggum á seinni hringnum í dag.

Í piltaflokki leiðir Veigar Hreiðarsson GA á samtals 6 höggum undir pari. Í öðru sæti er Óliver Elí Björnsson GK á 2 höggum undir pari.

Í stúlknaflokki leiðir Eva Kristinsdóttir GM á 3 höggum undir pari og eftir henni kemur Auður Bergrún Snorradóttir GM á 1 höggi undir pari.

Á morgun verður lokahringurinn leikinn og verður byrjað að ræsa út klukkan 08:00.

Æsispennandi lokadagur framundan með flottu golfi.

Staðan í stelpnaflokki að loknum 36 holum
Staðan í piltaflokki að loknum 36 holum

Deildu þessu á þína samfélagsmiðla!

Aðrar fréttir

  • 26/02/2025
    Óliver flottur á Tommy Fleetwood International: Bætingar á hverjum degi
  • 17/02/2025
    Unnið hörðum höndum í kapp við tímann
  • 30/01/2025
    Héraðsdómaranámskeið GSÍ
  • 29/01/2025
    Bætt aðstaða í Hraunkoti
  • 16/01/2025
    Stjórn Keilis samþykkir reglur vegna biðlista​
  • 13/01/2025
    Happdrætti barna- og ungmennastarfs Keilis